"Ný framtíðarsýn" - góð bók - mæli með henni!

Ég var að enda við að lesa afar góða bók sem er nýkomin út, þ.e. Ný framtíðarsýn eftir Þorkel Sigurlaugsson. Nærri því hvert orð í þessari bók er einsog talað út úr mínu hjarta.

Eitt atriði sem fram kemur í bókinni vil ég sérstaklega nefna, þ.e. hugtakið "Natural Capitalism" eða það sem mætti e.tv. nefna umhverfisauðhyggju á íslensku. Samkvæmt þeirri hugsun sem að baki liggur samanstendur auðurinn sem við byggjum efnahag okkar á af fjórum megin stoðum:

  • Mannauður
  • Fjárauður
  • Efnisauður
  • Náttúruauður

Um nánari skilgreiningu vísa ég á blaðsíðu 192 í bók Þorkels. Til þess að  mannkynið geti áfram lifað á Jörðinni verðum við að gæta að öllum þessum þáttum. Á liðnum áratugum höfum við verið of upptekin af fyrstu þremur atriðunum en að verulegu leiti gleymt að passa upp á náttúruauðinn. Því þarf núna að breyta.

Við þurfum að passa okkur að detta ekki inn í einhverja ríkisvæðingu til frambúðar með þeirri stöðnun og jafnvel hnignun sem því mundi fylgja. Við verðum áfram að byggja á frelsi einstaklingsins og vilja til að hagnast en um leið að setja því þær skorður og sem þarf og eftirlit sem virkar!

Jörðin og gögn hennar og gæði er eina umhverfið sem mannkynið hefur til að lifa í og hennar þarf að gæta einsog fjöreggs hvað sem líður öllum hagtölum og efnahag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband