Færsluflokkur: Ferðalög

Nýja hverasvæðið við Hveragerði

IMG_0954Ein af afleiðingum jarðskjálftans sem varð þann 29. maí s.l. var að það myndaðist í raun nýtt og talsvert öflugt hverasvæði skammt fyrir ofan Hveragerði, ekki langt frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Ekið er að honum upp brekkuna hjá Sundlauginni í Laugaskarði. 

Best er að komast að svæðinu með því að leggja bílnum t.d. við Garðyrkjuskólann og ganga að svæðinu.

Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með þróuninni þarna. Fyrsta kvöldið myndaðist m.a. stór leirhver sem gaus upp í nokkurra metra hæð fyrstu dagana. Virkni í honum er enn talsvert mikil.

Garðyrkjuskólinn efndi til nafnasamkeppni um nokkra af þeim fjölmörgu hverum sem þarna hafa myndast. Upplýsingar um það má finna hér.Í gönguferð í Hveragerði

Mikilvægt er að fara að öllu með gát á svæðinu því að víða kraumar undir og hverirnir jafnvel faldir í gróðri.

Eftir að hafa barið hverasvæðið augum er tilvalið að nýta sér þær fjöldamörgu gönguleiðir sem eru í og umhverfis Hveragerði og enda síðan á að fá sér í svanginn á einum af nokkrum mjög góðum veitingastöðum í bænum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband