27.9.2009 | 20:35
LOKSINS eitthvað gert!
Standist þessar fréttir um lækkun á greiðslubyrði lána og afskriftir í lok lánstíma tek ég það aftur sem ég sagði fyrr í dag að þessi ríkisstjórn sé handónýt. Ef þetta stenst og gengur eftir á hún sér viðreisnar von.
Því ber líka að fagna að utanríkisráðherra lét Breta og Hollendinga heyra það í ræðu á Allsherjarþingi SÞ.
Loksins eru menn að vakna af þeim Þyrnirósarsvefni sem hér hefur ríkt. Kannski þjóðin fari þá að eygja einhverja von um að komast í gegnum þessar hremmingar.
Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér þykir þú bjartsýnn.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:04
Athugaðu að það er verið að tala um greiðslubyrði en ekki höfuðstól lána sem hækkuðu um 60% á einu ári
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:19
Ég veit en í einni fréttinni, þ.e. á visir.is, kom samt fram að bankar og lánastofnanir yrðu að afskrifa að lánstíma loknum. Spurning hvað felst í því. Ekki geta menn lengt lánstímann endalaust og út yfir gröf og dauða eins og Spaugstofan sýndi svo eftirminnilega í gærkvöldi. Auðvitað má ekki fagna of fljótt í þessu og örugglega ekki öll kurl komin til grafar ef ég þekki þetta rétt.
Eyþór H. Ólafsson, 27.9.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.