Ekki bara vanhæf heldur HANDÓNÝT ríkisstjórn!

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd á Íslandi og hefur í raun verið síðan í byrjun ársins er að valda þjóðinni óbætanlegum skaða með aðgerðarleysi, kjarkleysi og almennu getuleysi.

Þetta má rökstyðja með fjölmörgum atriðum en hér koma fáein:

  1. Samningurinn um ICESAVE var illa gerður og í raun óþarfur og ef af verður mun hann kosta þjóðina ómældar hörmungar.
  2. Ekkert marktækt eða raunhæft hefur verið gert fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
  3. Þessu fólki dettur ekkert í hug til að bæta hag þjóðarinnar en leggur áherslu á hærri skatta og gjöld á gjaldþrota og illa stödd heimili og fyrirtæki. Þetta er stórhættuleg stefna sem mun skrúfa okkur niður í eymd og volæði til margra ára ef ekki verður snúið af þessari braut án tafar.
  4. Ríkisstjórnin og ekki síst forystumaður hennar hefur enga hæfileika til að vera í leiðtogahlutverki. Hún hvorki talar kjark í þjóðina né talar við innlenda og erlenda fjölmiðla til að tala máli þjóðarinnar.
  5. Ríkisstjórnin getur ekki komið neinum framfaramálum áfram vegna þess að hún kemur sér ekki saman um leiðirnar. Glænýtt dæmi um þetta er getuleysið varðandi samninga við Alcoa vegna Bakka.
  6. Það eru aðilar tilbúnir með peninga og hafa vilja til að fara mjög fljótt og hratt í breikkun Hvalfjarðarganganna en nei það strandar á þessari handónýtu ríkisstjórn.
  7. Ekki ætti að vera neitt því til fyrirstöðu að fara í breikkun Suðurlandsvegar núna alveg á næstu vikum eða í hæsta lagi mánuðum ef ríkisstjórnin gæti yfirleitt eitthvað.

Svona væri hægt að telja fjölmörg önnur atriði. Ef það var þörf fyrir búsáhaldabyltingu í janúar þá er þörf fyrir byltingu hins almenna borgara þessa lands núna. Við þurfum ríkisstjórn sem getur, þorir og gerir sem allra fyrst og áður en þessi stjórn setur okkur endanlega aftur í hafsauga í lífskjörum og áliti umheimsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Guð minn góður - enn einn veruleikafirrtur Sjáflstæðsiflokksdindill byrjaður að blogga. Merkilegt hvað þið haldið að þið getið gert Sjáflstæðisflokkinn ykkar fagran með fagurgala um hann hvor hjá örðum.

Hvernig væri að þið myndiðu frekar læra að þeygja og skammast ykkar þar sem ALLT sem farið hefur úrskeiðis hér er FLokknum ykkar að kenna, þó vissulega hafi Framsóknarvinir ykkar hjálpa eitthvað til.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Þetta er nú ekki einusinni svaravert. Menn sem ekki þora að lýsa skoðunum sínum undir nafni eru ekki svaraverðir. Athugasemdin dæmir sig sjálf.

Eyþór H. Ólafsson, 27.9.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband