Er þetta nú allt gagnsæið?

Í fréttum RÚV í gærkvöldi birtist stutt frétt sem lét ekki mikið yfir sér. Sagt var frá því að embætti Ríkisskattstjóra hefði lokað á aðgang Jóns Jósefs Bjarnasonar að upplýsingum úr fyrirtækjaskrá sem hann nýtti til að setja upp og viðhalda stórmerkum og mikilvægum gagnagrunni sínum um vensl fyrirtækja og einstaklinga sem að þeim standa í samfélaginu.

Þetta er vægast sagt hróplegt og ber að mótmæla af fullri hörku og eindrægni!

Jóni virðist hafa verið tjáð þetta af einhverjum embættismanni hjá Ríkisskattstjóra en spurningin er hvaðan þessi fyrirmæli koma? Þessu verður fjármálaráðherra að breyta og jafnframt að svara fyrir ekki síðar en strax á morgun, mánudag!

Almennt vil ég segja það að hinn almenni venjulegi borgari er að verða mjög langeygur eftir einhverjum og ekki bara einhverjum heldur raunhæfum aðgerðum í þágu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu!

Verði ekki eitthvað almennilegt og raunhæft að gert í þeim efnum núna á allra næstu dögum eða í síðasta lagi vikum er ég hræddur um að þessi sami almenningur muni rísa upp gegn stjórnvöldum með þeim hætti að búsáhaldabyltingin virðist hjóm eitt! Reiðin hjá hinum almenna borgara er að verða slík að ekkert skuli gert og traustið í samfélaginu fer sífellt hraðminnkandi og var nú ekki mikið orðið fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband