Kristján Möller skóflan er tilbúin!

Kristján Möller samgönguráðherra lýsti því yfir í Kastljósinu núna áðan að framkvæmdir muni hefjast við tvöföldun Suðurlandsvegar ekki seinna en í október. Ég veit að það bíður sérsmíðuð og sérmerkt skófla eftir honum til að taka fyrstu skóflustunguna.

Það er bara þannig Kristján að ef menn tjá sig ekki með skýrum hætti þá er hætt við að það sem haft er eftir þeim verði ekki rétt. Suðurlandsvegurinn er það stórt og mikilvægt mál fyrir svo marga að hverskyns efasemdir um efndir á tvöföldun kalla á mjög sterk viðbrögð. Nú skulum við ekki láta þetta fara meira á milli mála framar og tjá okkur með skýrum hætti með því að láta verkin tala!

STATTU ÞIG DRENGUR og láttu ekki bíða eftir þér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband