Björgvin G. farinn í felur?

Á borgarafundinum á Selfossi í fyrradag var athygli vakin á greinarkorni sem var á heimasíðu Björgvins G. Sigurðssonar, fyrsta manns á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilvitnuninni sem lesin var á fundinum mærði Björgvin mjög útrásarvíkingana og bankana en þetta var ritað í ágúst rétt fyrir hrunið á spilaborginni.

 Ég ætlaði að kíkja á þessi skrif núna áðan en þá er búið að loka umræddri vefsíðu eða hún sögð vera í endurskoðun (www.bjorgvin.is)!

Björgvin var ábyrgur fyrir Fjármálaeftirlitinu sem viðskiptaráðherra síðustu tæpu tvö árin fyrir hrunið. Er þessi maður trúverðugur leiðtogi í kjördæminu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband