Viljum við svona vinnuaðferðir?

Í ræðu sinni á fundinum í dag gerði Geir ágæta grein fyrir sinni hlið og hlið Sjálfstæðisflokksins á þeim atburðum sem orðið hafa undanfarið og því hvernig stjórnarslitin bar að. Hann rakti líka þær hugmyndir sem ræddar hefðu verið í desember varðandi breytingar í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.

Af umfjöllun Geirs, þ.e. ef ekki er reynt að snúa út úr henni, þá sést að unnið hefur verið að þessum málum af fullum heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins en sama er ekki að segja um Samfylkinguna því miður, a.m.k. ekki núna undir það síðasta. Auðvitað þurfti að vinna hlutina í réttri röð og ekki mátti fara á taugum. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi vinna gekk of hægt og ekki var nægilega vel gerð grein fyrir henni opinberlega. Við getum kannski nagað okkur í handarbökin yfir því hverju sem það er um að kenna.

Það er ljóst að ekki er hægt að vinna með þeim hætti að stjórnir og stjórnendur mikilvægra stofnana einsog Seðlabanka og Fjármálaeftirlits verði óstarfhæfar.

Ég kvíði næstu vikum og er hræddur um að sú stjórn sem nú er í burðarliðnum muni ekki bæta hlutina, a.mk. ekki til lengri tíma litið. Þau munu trúlega grípa til ýmissa ráðstafana sem eru vænlegar til vinsælda og þjóðin hefur að mörgu leiti beðið í ofvæni eftir en hvort það verður með réttum og farsælum hætti leyfi ég mér að draga í efa þó ég voni það besta.

Það er enn í góðu gildi gamalt máltæki sem sagði: VARIST VINSTRI SLYSIN!

Vinstri stjórnir hafa aldrei skilað Íslandi og Íslendingum farsæld til lengri tíma.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það eru enn eftir veggir handa þér að hlaupa á af fullum krafti og trú. Mitt komment um málið er hér. 

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Makalaust hvernig þeir sem merkja við að þeir ætli að samþykkja færslur áður en þær eru birtar eru allir Sjálfstæðismenn. Ekki einn EINASTI maður sem ég hef bloggað hjá, og þeir eru orðnir þó nokkrir, hefur verið með læstan blogg OG verið umbótasinni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 16:15

3 identicon

Það er rétt Eyþór að mann kvíður fyrir þeim vikum sem framundan eru. SF og VG eru nú þegar búin að eyða 10% af þeim tíma sem þau munu hugsanlega sitja, þ.e. fram að kosningum, hvenær svo sem þær verða nú haldnar!

ISG kemur heim úr sinni læknismeðferð inní upplausnarástand hennar flokks, sem nú hefur sýnt sig að er ekki einn flokkur, heldur mörg ólík flokksbrot. Sagan hefur sýnt okkur að fjölflokka-vinstri-stjórn hefur aldrei lukkast vel hér á landi og því miður verður engin breyting á með SF og VG í minnihluta upphengdum af Framsókn!

Þeir Framsóknbarmenn sem ég þekki og hef talað við eru ekki sérstaklega hrifnir af þessari stöðu og alveg ljóst að þeir munu ekki geta stutt afnám reglugerðar um hvalveiðar og heldur ekki tillögu Álfheiðar Ingadóttur um kyrrsetningu eigna ,,auðmanna''.  ÁI er náttúrulega alveg sérkapítuli fyrir sig. Þegar umsátrið var um Alþingishúsið var hún í beinu sambandi við óeirðaseggi hinum megin við veggi Alþingis og að sögn mun hún hafa hvatt þá til aðgerða gegn lögreglunni.

Mörgum er einnig minnistæð framkoma hennar þegar lögreglan þurfti að beita valdi til að rýma þingpallana, en þá þurftu samflokksmenn hennar að halda henni svo hún réðist ekki gegn lögreglunni! Því miður hafa fjölmiðlar ekki séð ástæðu til að gera sér mat úr þessu framferði þingkonunnar, enda löngu orðið ljóst að stór hluti blaða og fréttamanna okkar eru ekki starfi sínu vaxnir. Það bendir allt til þess að þessi þingkona og fleiri þjóðþekktir einstaklingar hafi brotið lög með framferði sínu.

Í því sambandi langar mig til að benda á grein sem birtist í Mbl. 23.jan. eftir Einar S Hálfdánarson, hæstaréttarlögmann, en inngangur greinarinnar er: ,,Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.''

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Varðandi athugasemd Rúnars Þórs hér að framan þá svarar hún sér eiginlega sjálf og dæmir sig sjálf, þ.e. ekki merkilegur málflutningur þarna á ferð.

Ástæðan fyrir því að ég hef viljað samþykkja athugasemdir á mínu bloggi er að það er nær takmarkalaust hvað fólk lætur mikið bull frá sér í nafni bloggsins. Ég er ekki að stoppa málefnalegar skoðanir fólks eða ritskoða með þeim hætti.

Eyþór H. Ólafsson, 30.1.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband