Varmáin tilvalinn leikvöllur á góðviðrisdögum

Við Reykjafoss í HveragerðiBörnin í Hveragerði og aðkomubörn njóta þess oft að busla í ánni og þá oftast neðan við Reykjafoss. Áin er tiltölulega hlý og því hægt að busla þar tímunum saman og hafa mikið gaman að.

Ekki er víst að fiskurinn í ánni sé alltaf jafn hrifinn af þessu en mannfólkið á líka sinn rétt á að njóta náttúrunnar.

Segja má að þetta sé hálfgert leyndarmál Hvergerðinga, þ.e. þeir miklu útivistarmöguleikar sem eru í og við Varmánna.

Við hliðina á Reykjafossi er svo listigarður bæjarins þar sem t.d. er haldin kvöldvakan á bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar.

Hér má sjá fleiri myndir úr Varmánni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband