19.7.2008 | 17:40
Frábært tjaldsvæði
Nú á tímum dýrtíðar á eldsneyti er vert að huga að því að vera ekki að leita langt yfir skammt í ferðalögunum. Ekki þarf að fara lengra en í Hveragerði til að finna eitt af bestu tjaldstæðum á landinu.
Aðstaðan er mjög góð og allt fyrir hendi sem ferðalangurinn þarf hvort sem hann er í göngutjaldi eða á stærstu gerð af húsbíl. Aðstöðuhúsið er afar snyrtilegt og í næsta nágrenni er stórt leiksvæði á skólalóð bæjarins. Sundlaugin í Laugaskarði sem þykir með þeim bestu á landinu er steinsnar í burtu. Ekki er heldur langt í bakarí, banka og veitingastaði.
Gönguleiðir eru fjölbreyttar og við allra hæfi. Stutt er t.d. að ganga upp á nýja hverasvæðið fyrir ofan Garðyrkjuskólann. Þá má heimsækja Listasafn Árnesinga sem er nánast á næsta götuhorni og fá sér kaffisopa og sjá metnaðarfullar listsýningar með því.
Fleiri myndir er að finna hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.