Hugmyndir um vegtolla eru algert brjálæði!

Þær hugmyndir sem nú heyrast um vegatolla á vegum á suðvesturhorni landsins eru algert brjálæði og mikilvægt að allir réttsýnir menn berjist af fullri hörku gegn slíkum hugmyndum.

Það skattheimtubrjálæði sem núverandi ríkisstjórn fer fram með er með öllu ólíðandi og nú virðist það vera að ná nýjum hæðum sem gerir það að verkum að nánast ekkert kemur á óvart sem úr þessum herbúðum kemur. Herbúðir er réttnefni í þessu samhengi því að núverandi ríkisstjórn stundar hernað gegn almenningi og lífskjörum í landinu.

Að mönnum skuli detta það í hug að rukka e.t.v. allt upp í 30 þúsund krónur á mánuði af þeim sem t.d. nota Suðurlandsveginn daglega væri slík ofurskattheimta og mismunun að við slíkt verður aldrei unað.

Sjálfur ek ég þessa leið daglega til vinnu í Reykjavík og hef gætt þess að nota til þess aksturs sparneytinn og þar með tiltölulega umhverfisvænan bíl og hef lagt metnað í að nota t.d. ekki negld vetrardekk. Ef settur yrði á vegtollur væri grundvellinum undir þessum akstri til og frá vinnu kippt í burtu og nánast sjálfhætt.

Með því að setja á staðbundna vegatolla á SV horninu væri landsmönnum mismunað með algerlega óþolandi hætti. Ekki má heldur gleyma því að það væri mjög skaðlegt fyrir bæjarfélög t.d. á vestanverðu Suðurlandi ef svona hugmyndir ná fram að ganga og þau munu aldrei sætta sig við það fyrir hönd sinna bæjarbúa.


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Algjörlega sammála þér Eyþór. Það þarf ekki að hafa um þetta frekari orð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband