5.10.2010 | 21:25
Veruleikafirring!
Í hvaða veruleika ætli þessi maður lifi? Allavega ekki þeim sama og megin þorri þjóðarinnar og sennilega stjórnarandstaðan líka með Lilju Mósesdóttur í broddi fylkingar!
Þetta snýst ekki bara um gjaldþrot heimila heldur líka um réttlæti, það er ekkert réttlæti í því að skuldir almennings hækki langt umfram kaupmátt á fáeinum mánuðum jafnvel þótt hluti fólks geti með herkjum staðið undir því. Nú hefur svokölluð millistétt í samfélaginu, þ.e. burðarásinn sem stendur undir skatttekjunum, fengið meira en nóg af aðgerðarleysinu og þá er stjórninni ekki sætt lengi í viðbót.
Núverandi ríkisstjórn á að fara frá og það strax, hún hefur alltof lengi fengið frið til að gera ekki neitt að viti og valdið með því stórskaða fyrir íslenskt samfélag!
Þverpólitísk samstaða um aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.