Ömurlegt!

Það er í besta falli ömurlegt að Björgvin G. Sigurðsson skuli taka sæti á Alþingi aftur. Allt það fólk sem var í "hrunstjórninni" og er eftir á Alþingi á að fara þaðan og þótt miklu fyrr hefði verið!


mbl.is Björgvin kemur aftur inn á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti frekar að hengja þá sem bjuggu til kerfið sem gerði mönnum kleift að misnota kerfið - s.s. sjálfstæðis- og framsóknarmenn. Það sem er heimskulegt er að ráðast á mann sem var augljóslega blóraböggull í þessu máli ! Ég hef persónulega mikið álit á Björgvini, hann er góður maður með hjartað á réttum stað, en daginn sem hann var valinn sem viðskiptaráðherra vissi ég að þarna var ekki allt með felldu. Hans sérfræðisvið hefði augljóslega verið sem annað hvort félagsmálaráðherra eða landbúnaðarráðherra. Ég er persónulega ánægð með að hann sé kominn aftur á Alþingi og ég vona að hann jafni sig fljótt á þessu brjálæði í samfélaginu.

Flakkarinn (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Ekki ætla ég nú að fara að hártoga þetta hjá þér eða svara ásökunum um heimsku manna. Það sem er lykilatriði er að það er enginn ómissandi í þessu samhengi. Það getur vel verið að Björgvin sé ágætis maður einsog margt af þessu fólki og raunar flestir eru. Hann var hinsvegar í þessum hópi og traustið á honum er farið frá mínum bæjardyrum séð og hann, ásamt hinum, á að snúa sér að öðru. Þar á eitt yfir alla að ganga en ekki vera í pólitískum hráskinnaleik við að velja einhverja úr. Það er til nóg af góðu fólki á Íslandi til að taka við og læra af mistökum fortíðarinnar.

Við verðum að fara að horfa fram á veginn og hætta þessum nornaveiðum, láta sérstakan saksóknara um að kæra þá sem það eiga skilið og gera það vandlega en snúa okkur hinum að öðru leiti að framtíðinni. Það gerist ekki með þessa ríkisstjórn, svo mikið er víst. Það er alveg rétt að það voru mikil mistök gerð í aðdraganda hrunins og þess ekki gætt að setja næga varnagla. Það er hinsvegar rangt að allt hafi verið slæmt sem gert var. Við eigum einfaldlega að læra af þessu og halda áfram.

Eyþór H. Ólafsson, 29.9.2010 kl. 20:56

3 identicon

Eyþór, hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu?

Björgvin tilheyrir ekki þeim hópi manna sem stýrði þessu landi í þrot, hann ber enga ábyrgð á því frekar en þú. Hann var við stjórnvölinn ásamt fleirum þegar allt var komið í þrot og gerði sitt besta til þess að halda þessu sökkvandi fleyi á floti. Hann á fullt erindi inn á þing og mun sanna það!

Eygló (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Það er hreint með ólíkindum að sjá þetta frá ykkur, þ.e. Eygló og Flakkaranum. Með því að eltast við það að þessi eða hinn hafi nú ekkert gert af sér, sé sakleysingi sem ekki eigi nema gott skilið og eigi bara að vera áfram komumst við aldrei upp úr þeim förum. Maðurinn var nú einusinni ráðherra bankamála þegar bankakerfið hrundi og hafði verið það í tvö ár og vissi hvorki haus né sporð.

Ef Björgvin var ekki inni í þessum málaflokki átti hann ekki að taka starf viðskiptaráðherra að sér. Eigum við þá kannski að prófa hann næst sem landbúnaðarráðherra eða í félagsmálin ef hann skyldi nú vera skárri í því? Hann á bara að víkja einsog hinir og hleypa öðrum að sem vonandi verða hæfari, látum nú þjóðina einusinni njóta vafans en ekki einhverja einstaklinga sem mega missa sín og ekkert þarf að vorkenna meira en öðrum.

Eyþór H. Ólafsson, 29.9.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eyþór samála!

Mótmæli við alþingi eftir að Austurvöllur verður þakinn svefnenglum nóttina áður en reynt verður að setja haustþing!

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 23:06

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Merkileg umræða - ef einhver okkar brýtur umferðalög og er sviptur ökuréttindum þá á hann aldrei að fá þau aftur - aldrei að aka bifreið aftur -

Hvaða lög eru þannig úr garði gerð að ekki sé unnt að brjóta þau ef viljinn er til staðar?

Ekki nokkur - Byssur eru ekki ætlaðar til þess að skjóta fólk í reiði - það gerist samt -

Ef einhver okkar fer yfir á rauðu ljósi - lögreglan sér okkur - við teknir og sektaðir -

á þá líka að sækja lögregluna til saka fyrir það að hafa ekki stöðvað okkur áður en við fórum yfir á rauðu?.

Eða á kanski að sekta okkur vegna þess að við hefðum getað farið yfir á rauðu.

Á þá ekki líka að kæra okkur fyrir nauðgun - - við höfum jú tólin til þess - nú eða konur fyrir vændi - þær hafa græurnar til þess.

Slakið aðeins á - sjáum hvað kemur út úr hlutlausri rannsókn Landsdóms frekar en pólitískum nornaveiðum VG - og hver veit - kanski verða Jóhanna og Steingrímur næst tekin fyrir Landsdóm - þar er þó hægt að benda á ákveðin brot - nú og Gylfi svo með þeim.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband