7.3.2010 | 13:49
Sunnlendingar standa með þjóðinni
Nú hefur þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave farið fram og þá kemur í ljós að kjörsóknin var mest í Suðurkjördæmi, þ.e. á Suðurlandi og á Reykjanesi. Jafnframt kemur í ljós að hið mikilvæga "nei" var hvað sterkast frá þessu kjördæmi þótt það væri vissulega sterkt líka á landsvísu. Þetta sýnir að íbúar Suðurkjördæmis skilja hvað kemur þjóðinni best í þessu máli.
Í Suðurkjördæmi byggir fólk hvað mest á grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, þ.e. sjávarútvegi og landbúnaði auk þess sem þar eru stærstu virkjanasvæði landsins og mestu vonarneistarnir um framtíðar atvinnuuppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu eða orkufrekum iðnaði. Íbúar kjördæmisins vita að Íslendingar hafa á miklu að byggja og hafa trú á framtíð þjóðarinnar og vilja ekki að hún sé kúguð af erlendum nýlenduveldum.
Kjörsókn 66% í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.