Af samningum og meintum ólöglegum greiðslum orkufyrirtækja til sveitarfélaga

Fyrir nokkrum dögum voru háværar umræður um meintar ólöglegar greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana við neðanverða Þjórsá. Fleiri sveitarfélög hafa gert svipaða samninga ef ekki mun verri.

Í tengslum við virkjanaframkvæmdir OR á Hellisheiði gerðu OR og Sveitarfélagið Ölfus með sér samning um þau mál sem undirritaður var þann 28. apríl 2006.

 Í 3. grein umrædds samnings segir:

"Orkuveita Reykjavíkur sér um og ber allan kostnað af hugsanlegum málaferlum og skaðabótakröfum sem rekstur og framkvæmdir tengdar Orkuveitu Reykjavíkur leiða til, sama hvaða nafni þær nefnast. Þetta á einnig við um hugsanleg skaðabótamál á hendur Sveitarfélaginu Ölfuss sem rekja má til virkjunarframkvæmda og orkuvera á Hellisheiði."

Í 11. grein sama samnings segir:

"Aðilar eru sammála um að bæjarstjórn Ölfuss þurfi að fylgjast með reglubundnum hætti með virkjunarframkvæmdum innan sveitarfélagsins m.a. til að geta svarað spurningum sem upp kunna að koma og beint verður til bæjarstjórnar.  Í þessu skyni koma aðilar sér saman um að halda reglulega fundi á framkvæmdatíma, allt að 4 fundum á ári, þar sem m.a. verður farið í skoðunarferðir um vinnusvæðið. Aðilum er ennfremur ljóst að umsvif og álag á bæjarstjórn og bæjarstjóra Ölfuss mun fyrirsjáanlega aukast meðan framkvæmdir við virkjanir á Hengilssvæðinu standa yfir í sveitarfélaginu. Samkomulag er um að Orkuveita Reykjavíkur greiði Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst með fastri heildargreiðslu, kr. 7,5 milljónir á ári árin 2006 til 2012, 1. september ár hvert. Þessar greiðslur verða notaðar til að kappkosta við að afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er."

Svo mörg eru þau orð. Meti svo hver fyrir sig hvert lögmætið eða a.m.k. siðferðið er að baki þessu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband