Skortur á upplýsingum til almennings

Mikið er fjallað um það þessa dagana og raunar alveg frá því hrunið varð að það vanti upplýsingar til almennings. Hvert er eiginlega vandamálið í þessu? Við erum með Ríkisútvarp sem hefur skyldum að gegna.

Hversvegna er ekki án tafar settur á fót 20 mínútna þáttur í sjónvarpi t.d. strax að loknu Kastljósinu þar sem farið væri yfir t.d. þær leiðir sem standa skuldugum heimilum til boða?

 Þetta þarf ekki að vera dýrt sjónvarpsefni þar sem sagt væri frá því á mannamáli hvaða leiðir standa almenningi til boða. Þarna mætti líka fjalla um vandann sem við stöndum frammi fyrir og hvaða leiðir er verið að fara út úr honum.

Þetta mætti allsekki vera eitthvert pólitískt karp því að af því er þegar meira en nóg, heldur einfaldlega umfjöllun um afmarkað efni á hverju kvöldi þar sem fram kæmu uppbyggjandi upplýsingar með skýrum dæmum um það sem hægt er að gera.

Ég hvet stjórnvöld til að láta RÚV setja svona upplýsingaþátt á dagskrá sjónvarpsins sem allra fyrst daglega næstu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband