Afhending andmæla fjölda fólks vegna Bitruvirkjunar

Um klukkan 14 í dag afhenti Björn Pálsson fráfarandi héraðsskjalavörður Árnesinga andmæli fjölda fólks gegn Bitruvirkjun. Björn hefur af eljusemi og framsýni barist gegn þessum áformum um virkjun við Ölkelduháls og í Grændal um árabil.

Undanfarið hefur Björn skipulagt söfnun andmæla gegn virkjuninni í samvinnu við fleira gott fólk. Söfnunin gekk vel og afhenti Björn andmæli yfir 1000 einstaklinga sem bætast í þann fjölda annarra sem mótmæla þessari skelfilegu þróun.

Í meðfylgjandi skjali er að finna ræðu sem Björn flutti á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss við afhendingu andmælanna, holl og góð lesning fyrir alla virkjunarsinna.

Í öðru skjali sem hér fylgir með er að finna greinargóða samantekt og andmæli sem Ingibjörg Elsa Björnsdóttir umhverfisefnafræðingur og Björn Pálsson unnu og skiluðu einnig inn vegna Bitruvirkjunar.

Þá vil ég benda á stórmerka bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur sem hefur barist gegn Bitruvirkjun um árabil af mikilli elju og fórnfýsi.

Öllum þessum aðilum, þ.e. Birni, Ingibjörgu og Láru Hönnu ásamt "fótgönguliðinu" hans Björns vil ég þakka þeirra framlag í þágu umhverfisverndar og fólksins í Hveragerði. Um leið vil ég minna á að baráttunni er ekki lokið fyrr en svæðið í kringum Ölkelduháls og Bitru hefur verið friðað til allrar framtíðar fyrir hverskyns virkjana- eða iðnaðarhugmyndum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband