Ánægjuleg frétt!

Það er mjög ánægjuleg frétt að borholur við Hverahlíð á Hellisheiði skuli koma svona vel út. Eins og sjá má í bloggi mínu frá því í fyrradag þá höfum við Hvergerðingar lýst mjög harðri andstöðu við Bitruvirkjun en höfum jafnframt alltaf sagt að við höfum ekkert á móti því að jarðhiti sé virkjaður þar sem náðst getur sátt um slíkt, þvert á móti.

Afar mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að nýta þær auðlindir sem við eigum, jafnt orkuauðlindir sem aðrar náttúruauðlindir, en við verðum alltaf að gera það með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti og í eins mikilli sátt við íbúana og mögulegt er. Bitruvirkjun stangast á við þetta að öllu leiti. Engar þær ráðstafanir sem hægt er að gera eða mótvægisaðgerðir breyta neinu um staðsetningu þeirrar virkjunar sem ein og sér er óásættanleg fyrir Hveragerði auk ýmissa fleiri atriða.

Við í Hveragerði, þ.e. bæjarstjórn fyrir hönd íbúanna, höfum hinsvegar aldrei verið á móti virkjun við Hverahlíð og ég fagna því að þar skuli vera að nást góður árangur í borunum. Áætluð virkjun við Hverahlíð er ekki eins nærri Hveragerði og Bitruvirkjun og ekki í ríkjandi vindátt þangað. Hún er líka fjarri vatnsbólum og vatnsverndarsvæðum Hveragerðis og engin hætta er á mengun þeirra frá virkjun þar að því gefnu að allrar varúðar sé gætt vegna frárennslis og skolvatns.

Mjög mikilvægt er að viðhafa fyllstu aðgát við væntanlegar framkvæmdir við Hverahlíðarvirkjun og fella mannvirki vel að umhverfinu. Jafnframt verður að hreinsa útblástur brennisteinsvetnis og annarra eiturefna frá virkjun við Hverahlíð eins og annarsstaðar þar sem eiturefni eru í gufunni umfram ásættanleg mörk. Um þessi atriði eru skilyrði í skipulagsgögnum Sveitarfélagsins Ölfuss og er það vel.


mbl.is Öflug borhola á Hengilssvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband