Það er eitthvað mikið að!

Nú berast þær fréttir að svonefndir Björgólfsfeðgar hafi gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða innan við helming af 6 milljarða (6 þúsund milljóna) skuld sem þeir skulda bankanum. Það sem meira er er að svo virðist sem stjórn bankans telji þetta bara ágætt tilboð! Hvað er eiginlega að? Er dómgreind manna gjörsamlega fyrir bý?

Auðvitað eiga þessir menn að sitja við sama borð og aðrir og þessi skuld einsog aðrar að innheimtast eftir eðlilegum og lögbundnum leiðum. Þessa peninga á að sjálfsögðu að sækja í eignir þessara manna. Ekki þýddi fyrir mig eða aðra almenna borgara þessa lands að reyna að semja um svona afslátt á skuldum öðruvísi en að gera upp eignirnar og fara í nauðasamninga eða gjaldþrot.

Svo dettur slitastjórn SPRON í hug að greiða ekki fyrrverandi starfsmönnum bankans laun á uppsagnarfresti einsog lög gera ráð fyrir. Þetta er sömuleiðis stórfurðuleg ráðstöfun og ættu þessir menn í slitastjórninni bara að taka pokann sinn ef þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta fólk er búið að lenda í nægum hremmingum með því að þeirra ágæti vinnustaður var eyðilagður af fáum einstaklingum.

Það er stórundarlegt að það skuli í sífellu berast fréttir í þessa veru út úr bankakerfinu? Reynið nú að fara að vinna heiðarlega og hafa siðferðið í lagi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór H. Ólafsson

Sæll Kristinn,

Mér finnst þú vera að flækja málið heldur mikið og velta þér upp úr tæknilegum atriðum. Þetta snýst um réttlæti og siðferði. Mér finnst bara allsekki koma til greina að þessir menn fái neinn afslátt á sínum skuldum og hvað þá heldur að þeir greiði ekki einusinni það lága verð sem þeir áttu að greiða fyrir Landsbankann!

Kveðja,

Eyþór

Eyþór H. Ólafsson, 8.7.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband