Aulahrollur!

Ég var þátttakandi í fundi sem samgönguráðherra boðaði til þann 25. mars síðastliðinn með sveitarstjórnarmönnum og fleirum í ráðuneytinu. Ég fjallaði um fundinn og fagnaði honum mjög í bloggi þennan sama dag. Núna hríslast um mig aulahrollur fyrir að hafa klappað ráðherranum og vegamálastjóra lof í lófa á umræddum fundi og fagnað svo í kjölfarið á blogginu!

Hvað er að?! Er ráðherrann ekki með fullu viti, ætlar hann virkilega að slá málinu á frest enn einu sinni og láta vegfarendur á Suðurlandsvegi ýmist spila áfram rússneska rúllettu með líf sitt og sinna eða silast áfram á vegi sem engan veginn ber það álag sem á honum er?! Ætlar hann að endurtaka leikinn með Héðinsfjarðargöngin og taka Vaðlaheiðargöng og fleira í sínu kjördæmi fram yfir það að byrja á lífsnauðsynlegri tvöföldun Suðurlandsvegar, gefa þeim fjölda landsmanna sem nota þann veg langt nef og kaupa sér atkvæði í sínu kjördæmi fyrir almannafé á þessum erfiðu tímum?!

Ég ætla ekki að tala niður framkvæmdir annarsstaðar á landinu, allt er þetta nauðsynlegt og þarft en núna þegar þarf virkilega að forgangsraða á að GERA ÞAÐ FYRST SEM KEMUR FLESTUM AÐ GAGNI og bjargar mörgum mannslífum!

Framkoma ráðherrans í þessu máli er svo ómerkileg að ekki tekur nokkru tali. Hann heldur fund með hagsmunaaðilum og fær klapp á bakið fyrir að hafa komið góðu máli í höfn og svíkur svo alltsaman og ekki vegna kreppunnar, nei heldur vegna þess að hann vantar atkvæði í sínu kjördæmi. Hann er að fá 100 milljarða í framkvæmdafé frá OKKAR LÍFEYRISSJÓÐUM og gerir ekki svo lítið að nefna Suðurlandsveginn eða Vesturlandsveginn í því sem hann hyggst gera, nei hann fer beint í kjördæmapotið!

Kristján Möller ég ætlast til að þú biðjir okkur sveitarstjórnarmenn persónulega afsökunar á því að hafa blekkt okkur og snúir af villu þíns vegar tafarlaust og setjir allt í gang til að klára undirbúning að tvöföldun Suðurlandsvegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband