Ingibjörg út úr skápnum!

Í grein í mbl í dag á bls. 14 undir fyrirsögninni "Skorti kraft og dirfsku" kemur Ingibjörg Sólrún heldur betur út úr skápnum með það hver var raunveruleg ástæða þess að ekki náðist samkomulag um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Orðrétt segir hún:

"Af hverju hefði ég átt að líta á það sem sérstakt verkefni mitt að láta konu úr Sjálfstæðisflokknum verða fyrsta til að taka við þessu embætti [forsætisráðherra - innskot eho] þegar annar möguleiki var í boði. Ég hlýt alltaf að sýna mínum flokki hollustu og þar með flokkssystur minni."

Þar höfum við það, það er ekki hagur þjóðarinnar sem er í fyrirrúmi heldur Flokksins. Það kann að vera að málin hafi sum hver gengið hægt síðustu 100 dagana en eflaust eru margar skýringar á því. Það hefði örugglega verið farsælla og hagkvæmara fyrir þjóðina að viðhalda stjórnarsamstarfinu fram að kosningum í vor og þá sérstaklega ef það voru ekki stærri atriði en þetta sem báru á milli!

Það er t.d. að koma í ljós núna að lagasetning var í undirbúningi sem hefði leyst málefni varðandi Seðlabanka og Fjármálaeftirlit með löglegum hætti án óeðlilegs kostnaðar fyrir ríkissjóð. Þetta hefur vissulega gengið alltof hægt en hverju það er um að kenna er ekki gott að segja. Kannski var Samfylkingin ekki nægilega virk eða samstæð eða þá að aðrar eðlilegri skýringar eru á þessum seinagangi. Það þurfti hinsvegar að segja betur frá því sem var í vinnslu og skapa þannig traust og sátt meðal þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband