Í hvaða liði er Björn Valur?

Því í ósköpunum kýs Íslendingurinn Björn Valur Gíslason að gera lítið úr málflutningi Alain Lipietz sem hin virta Eva Joly, sem við eigum mikið að þakka, kemur með fram til að styðja okkar málstað?

Björn Valur vitnar í Wilkipedia sem er nú kannski ekki mjög trúverðugt og reynir að gefa í skyn að þessi Lipietz hafi nú bara unnið hjá frönsku vegagerðinni en ekki komið nærri því að gera umræddar tilskipanir. Það kom skýrt fram að hann átti ekki þátt í þeirri fyrri, þ.e. frá 1994 en hann var formaður nefndarinnar sem samdi aðra tilskipun og þekkir þessi mál því afar vel. Hér má finna upplýsingar um það.

Ég ætla mér ekki að halda því fram að ég hafi vit á þessu í smáatriðum en ég kann sæmilega á google og þurfti ekki langa stund til að finna framangreint. Það sem ég velti fyrst og fremst fyrir mér í þessu er hvað Birni og mörgum öðrum í stjórnarmeirihlutanum gengur eiginlega til að gera lítið úr málflutningi sem er þó loksins okkur Íslendingum til framdráttar. Af hverju leggst þetta fólk ekki á árarnar með okkur hinum og leggur pólitískan hráskinnaleik til hliðar?


mbl.is Segir margt athugavert við málflutning Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lipietz tekur því fram í upphafi viðtalsins að hann hafi ekki komið að fyrri samþykktinni þannig að Björn er að spinna og sverta manninn í þeirri vona að athyglisbrestur þjóðarinnar bjargi honum. Sigurður Hrellir sendi kvörtunarbréf til RUV vegna þessarar fréttamennsku og það ættu allir að gera.  RUV heldur því líka leyndu að "sérfræðingar", sem þeir kalla til séu samfylkingarprédíkarar eins og þessi Aðalsteinn Leifsson, sem er kennari við samvinnuskólann á Bifröst í Evrópufræðum og harðlínu Samfylkingarmaður, eins og MBL bendir á.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband