Misbeiting valds gegn Íslendingum

Geir H. Haarde sýnir enn einu sinn að hann er réttur maður á réttum stað í þeirri slæmu stöðu sem við erum komin í. Hann endurtekur hér líka í raun það sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í frægu og margmistúlkuðu Kastljóssviðtali á dögunum, þ.e. að íslenska ríkið og íslenska þjóðin muni ekki borga skuldir sem einkafyrirtæki hefur stofnað til jafnvel þótt það sé íslenskt. Það er óskiljanlegt með öllu ef fólk ætlast til að við hlaupum til í þeim efnum.

Við látum ekki stórþjóðir kúga okkur möglunarlaust. Það getur vel verið að þetta verði erfitt en að láta kúga okkur til að skrifa upp á skuldir sem misvitrir fjármálamenn hafa stofnað til og skuldbinda þannig komandi kynslóðir, slíkt kemur ekki til greina.

Allskyns "vitringar" hafa á því skoðanir hvernig taka eigi á málum og ef forsætisráðherra mundi eltast við þá vitleysu alla þá værum við miklu verr sett en raun ber vitni. Sem betur fer er sú ekki raunin.

Ég vil ítreka nauðsyn þess að öll sú atburðarás sem leiddi til hruns bankanna og sem síðan hefur orðið verði krifjuð til mergjar á heiðarlegan og opinn hátt og þeir sóttir til saka sem til þess hafa unnið. Pólitískt uppgjör mun svo koma í framhaldinu þegar við höfum náð tökum á stöðunni og getum farið að vinna okkur út úr þessu afleita ástandi sem nú ríkir. Til þess þarf vinnufrið en um leið nauðsynlegt aðhald og eftirfylgni við þá sem ráða. Stjórnlaus reiði og nornaveiðar skila engu nema meira tjóni fyrir land og þjóð.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband