Ekkert að marka Björgvin bankamálaráðherra!

Mér finnst stórundarlegt að fylgi Samfylkingarinnar sé að aukast. Er það vegna þess að Björgvin G. Sigurðsson hafi staðið sig svo vel? Maðurinn hefur jú verið með miklar yfirlýsingar um að allt sé gert til að ástandið komi ekki niður á almenningi meira en nauðsyn krefur og að bankarnir eigi að beita manneskjulegum aðferðum. Það er bara ekkert að marka manninn og það þekki ég frá fyrstu hendi.

Ég hef í dag heyrt í fólki þar sem bankarnir hafa lokað kortum, lækkað yfirdrætti á einum bretti og borið fólk út úr íbúðum, tekið af því ísskápana o.s.frv. og þar er ekki verið að sýna neina linkind eða tilslökun. Þetta er gert hjá fólki sem hefur ekkert af sér brotið og er jafnvel að standa í skilum með allt sitt þrátt fyrir allt.

Bankarnir segja svo við fólk að hendur þeirra séu bundnar því að Seðlabankinn standi á bakvið þetta. Þá þarf að grípa þar inn og láta hann fara eftir "stefnu stjórnvalda" varðandi manneskjulegt bankakerfi. Það var jú ekki almenningur sem kom okkur í þessa stöðu og menn þurfa núna að líta í eigin barm og ekki ganga fram með þessum hætti!

Látum ekki blekkjast af neinu froðusnakki í viðskiptaráðherra eða öðrum ráðamönnum. Það eru staðreyndirnar sem tala og ef menn geta ekki látið bankana fara eftir því sem þeim er fyrirskipað þá eru þeir ekki hæfir sem stjórnendur og eiga að víkja.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugmynd:

Hvað ef við tökum okkur saman öll sem eitt og borgum ekki af húsn.lánum.

Ætla bankarnir og íb.l.sj. að bera alla skuldara út á gaddinn?

Nú þá fáum við Dani til að kenna okkur hústöku og þá erum við komin hringinn þeir taka hús af okkur og við tökum hús af þeim :-)og svo tökum við hús Á hvert öðru.

Margrét (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband