Óskiljanleg afstaða!

Afstaða stjórnarflokkanna í þessu Icesave máli er algerlega óskiljanleg. Það er að verða ljósara með hverjum deginum að við eigum ekki að borga þessar kröfur, það er þrotabú gamla Landsbankans sem á að standa undir því sem hægt er og svo afskrifast restin, þannig er einfaldlega lögmál markaðarins.

Það voru hugsanlega mistök hjá Hollendingum og Bretum að borga innistæðurnar út en með því gerðu þeir í raun svipaðan eða hliðstæðan hlut og við með neyðarlögunum, þ.e. tryggðu innistæður í sínum löndum. Þeirra er að standa undir sínum neyðarráðstöfunum. Við eigum hinsvegar klárlega kröfu á bætur frá Bretum vegna þess skaða sem þeir ollu þjóðinni með því að beita hryðjuverkalögunum.

Hafi Bretar og Hollendingar einhvern áhuga á að sækja eitthvað af Icesave "skuldinni" til Íslendinga þurfa þeir að koma til okkar en ekki við til þeirra. Förum nú að skilja það! Óttast fólk virkilega að þeir muni beita frekara ofbeldi í einhverri mynd? Geri þeir það er það verst fyrir þá sjálfa, þeim mun ekki verða liðið slíkt.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður eru bara B&H ekki sammála þér.Og á sama tíma og þú minnir okkur á að Bretar séu tilbúnir að nota óþarflega miðið afl til að fá sínu fram telur þú okkur trú um að það hafi verið í síðasta skipti sem Bretar ÞORA að beyta aflsmunum, hver á að stöðva þá. Kannski ættir þú að bæta sögu við þín áhugamál.

Banjó (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, sorglegt hvernig Steingrím hefur tekist að "rústa ímynd sinni & trúverðugleika" - hvað er eiginlega að gerast upp í hausnum á SteinFREÐ & Jóhönnu??  Ég & fjöldi fólks hef fengið mig fullsaddan af hráskinnaleik núverandi valdhafa og frábið mér og þjóðinni allri að veita þeim starfsfrið mikið lengur.  Eða með orðum Ingibjargar Sólrúnar: "Nú er mál að linni" svona getur þetta ekki haldið áfram...!  Vinnubrögð Steingríms í þessu Icesave máli minna mikið á klúðrið & hrokann tengt fjölmiðlalögunum.  Mér sýnist Steingrímur vera búinn að taka upp hrokastjórnun & viðhorfs Dabba kóngs.  Mér finnst einnig sorglegt hvernig einn maður getur breytt jafn gróflega skoðunum sínum í fjölda mála frá því að hann var í stjórnarandstöðu og yfir í að vera í stjórn.  Alveg ótrúleg upplifun.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is) 

Jakob Þór Haraldsson, 10.1.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þjóðstjórn takk!

Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband